23.9.2007 | 12:44
þvílík endemis vitleysa.
það getur ekki staðist að lífrænir eldsneytisgjafar mengi meira en eldsneyti unnið úr jarðefnaeldsneyti.
1. Tilgangurinn með því að nýta lífrænt eldsneyti unnið úr repjufræjum eða maís er að þá ertu ekki að bæta við kolefni í andrúmsloftið. Kolefnið sem losnar við brennslu lífræns eldsneytis er kolefni sem plönturnar hafa bundið úr andrúmsloftinu þannig að þú ert með hringrás.
2. Brennsla jarðefnaeldsneytis losar kolefni sem hefur verið bundið í margar milljónir ára djúpt í iðrum jarðar. Brennsla þess veldur því að kolefni í andrúmsloftinu eykst.
Þannið að brennsla lífræns eldsneytis getur aldrei mengað meira. það væri eins og að segja að vatnsaflsvirkjanir íslands væru að eyða upp ferskvatnsforða heimsins með því að breyta honum í rafmagn? Meikar ekki sens.
Rannsókn: Lífrænt eldsneyti mengar meira en jarðefnaeldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki verið að tala um koltvísýring þarna, heldur nituroxíð sem er meira mengandi en koltvísýringur. Koltvæisæyringur er 0.0383% af loftinu sem við öndum að okkur, nituroxíð er mun minna. Hinsvegar er það 296 sinnum öflugri gróðurhúsaáhrifavaldur, spurning hvað við græðum á því að senda meiri mengandi efni heldur en koltvísýring út í andrúmsloftið. Persónulega held ég að koltvísýringur sé svo lítill partur af andrúmsloftinu að það sé fáviska að halda að hann hafi einthver meiriháttar áhrif.
Jón Helgi (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 13:11
Svo er væntanlega spurning um allan áburðinn og eiturefnin sem eru notuð til að rækta maísinn, sem síðan rennur með fallvötnum til sjávar og eyðir lífríki þar?...
Anna (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 16:53
Það er alltaf auðveldast að afneita vandamálunum - sérstaklega ef maður skilur þau ekki ! Hvet þig til að lesa þér til um þetta mál ...
Anna Rúna , 23.9.2007 kl. 19:09
Alveg magnað að sjá svona blogg um fréttir - augljóst mál að bloggarinn hefur ekki einu sinni haft fyrir því að lesa meira en fyrirsögnina áður en hann bloggaði, hvað þá að hann gerði sér far um að lesa greinina á TimesOnline sem mbl.is bendir á.
Gulli (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 20:25
Ég skil ekki til hvers þetta fólk sem er að kommenta við þessa bloggfærslu er að skrafa þegar það skilur ekki hinar mjög svo augljósu röksemdir sem þar koma fram.
Elías Halldór Ágústsson, 24.9.2007 kl. 08:20
Almennt var nú talað um að það þyrfti 3 lítra af hráolíu til þess að framleiða einn líter af biodiesel. Áburðurinn sem notaður er til ræktunarinnar er framleiddur úr jarðgösum, öll tæki og tól sem notuð eru til úrvinnslunnar ganga fyrir annaðhvort jarðolíum eða rafmagni sem búið er til með jarðgösum. Það er nú sennilega mest þaðan sem mengunin kemur, en ekki við bruna lífræna eldsneytisins sjálfs, þannig að hringrásarhugsjónin er því miður ekki sjálfbær.
Í ofanálag er ekki til endalaust ræktarsvæði hérna á jörðinni, allavega ekki eins og hún er í dag. Það er mjög líklegt að umfangsmikil framleiðsla á lífrænu eldsneyti myndi skila sér í mikilli verðhækkun á matvælum og þarmeð hungursneyðum á fátækari hlutum heimsins.
Þetta er ekki ósvipað og þegar menn eru að tala um að hægt væri að minnka notkun á bensíni um 5% í einum rykk, með því að blanda það út með etanóli. Það væri gaman að vita hvað það fer síðan mikið bensín í það að framleiða þessa 5% útþynningu?
Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 09:48
Jón Helgi, það að 0,04% sé lítil tala eru varla rök fyrir því að kolefni hefur ekki áhrif á loftslagið. Það er talsverð einföldun. Lofthjúpurinn er t.d. töluvert þykkur og ákveðin gastegund getur , t.d. vegna eðlisþyngdar sinnar, myndað nokkuð myndarlegt lag í ákveðinni hæð lofthjúpsins.
Sjá efnisgrein 4 og 5 hér: http://vedur.is/loftslag/hvad-eru-grodurhusaahrif/
(grein eftir Halldór Björnsson veðurfræðing)
Ég er ósammála bloggaranum eins og margir hér: Sumar sameindir eru þannig úr garði gerðar að þær eru líklegri til að spegla sólargeisla sem lendir á þeim. Ekki geta allar sameindir haft sömu líkur til þess að snúa við sólargeisla er það? Svo er önnur spurning hvað losnar út í umhverfið við ræktun á ákveðinni plöntu - í tilfelli olíunnar þarf ekkert að rækta (en að vísu að hreinsa), auðlindin er einfaldlega til staðar.
Gulli: Sammála. Merkilegt hvað fólk er tilbúið að dæma þekkingu fjölþjóðlegs vísindahóps eftir að hafa lesið stutta frétt á mbl.is
Gunnar Geir (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.